Ritað af Elvu Björk Pálsdóttir, Sálfræðinema við Háskólann í Reykjavík.
Um kynlífstæki
Þó kynlífstæki séu jafn fjölbreytt og þau eru mörg og sífellt auðveldara er að nálgast þau, er þessi lífsbetrun langt frá því að vera nýjung. Sjálfsfróun er alls ekki nýtt fyrirbæri en í gegn um tíðina höfum við mannfólkið fundið leiðir til að auðvelda okkur verkið og gera það ánægjulegra. Sem dæmi hafa fornleifafræðingar fundið ílanga gripi frá 40,000-9,700 f. k. sem virðast hafa verið notaðir í kynferðislegum tilgangi. Seinustu ár hefur feimnin tengd kynlífstækjum minnkað og ekki er lengur nauðsynlegt að markaðssetja titrara sem saklaus nuddtæki. Þessi jákvæða þróun hefur valdið auknu úrvali og flestir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig.
Úr hverju eru kynlífstæki
Efnið sem kynlífstækið er gert úr getur sagt mikið til um vöruna, sumt efni hentar ákveðnum blætum og stundum er efni tækisins vísbending á gæði, eða skort á þeim. Það er ekki til neitt sem kallast hið fullkomna efni fyrir kynlífstæki, heldur fer það algjörlega eftir einstaklingnum og hvað hann/hún/hán leitast eftir. Því höfum við tekið saman helstu kosti og galla hvers efnis til að auðvelda þér valið.
Gler
Kostir:
Heldur hita og kulda vel: Fyrir þau sem vilja leika sér með hitastig er hægt að setja glervöruna í heitt vatn eða í ísskáp
Elegant og flott: Dildóar úr gleri eru oft mjög fallegir, svo þú gætir auðveldlega komist upp með að stilla þeim upp á hillu með hinum styttunum þínum frammi í stofu
Gert úr sérstöku gleri sem mun ekki mölbrotna ef varan dettur í jörðina
Slétt yfirborð sem auðveldar þrif
Gallar:
Varist snöggar hitastigsbreytingar: Þó glerið sé harðgert, geta snöggar hitastigsbreytingar (t.d. að taka glerið beint úr frysti og setja það í pott með sjóðandi vatni) valdið sprungum
Sílikon
Kostir:
Mjúkt og þægilegt viðkomu
Endist lengi: Ef varan er reglulega þrifin og vatnsleysanlegt sleipiefni notað, getur hún enst í mörg ár
Auðvelt að þrífa og engin lítil göt þar sem bakteríur eða veirur geta leynst
Gallar:
Hátt verð: Sílikon er ekki ódýrt efni, aftur á móti er það mjög endingargott og þannig má réttlæta hærra verð
Mikilvægt að nota ekki sílikonleysanlegt sleipiefni, því það getur skemmt sílikonið til lengri tíma
Plast
Kostir:
Hentar vel fyrir titrara: Bullet-titrarar eru gjarnan úr plasti þar sem titringurinn kemst auðveldlega í gegn og gefa grunnan en sterkan titring
Slétt yfirborð sem auðvelt er að þrífa
Gallar:
Ekki jafn fallegt: Sumum gæti fundist plastvörur útlitslega séð ekki jafn fín eða heillandi samanborið við vörur úr gleri eða sílikoni
Málmur
Kostir:
Heldur hita og kulda vel: Hentar vel fyrir þau sem vilja leika sér með hitastig, en er oft kalt viðkomu til að byrja með
Þungt: Vörur sem eingöngu eru gerðar úr málmi eru gjarnan þungar, sem býður upp á öðruvísi upplifun, t.d. ef um er að ræða buttplug úr málmi
Slétt yfirborð sem auðveldar þrif
Gallar:
Of mikið af því góða: Sumum gæti fundist óþægilegt að varan sé oft köld viðkomu. Einnig gæti þyngdin verið of mikið fyrir suma
Gúmmí
Kostir:
Ódýrt efni = ódýr vara
Gallar:
Geta innihaldið mikið af phthalate: Phthalate er oft bætt í gúmmíið til að gera það beygjanlegra og teygjanlegra. Þetta er eitrað efni sem getur haft áhrif á æxlunarfærin, valdið hormónaójafnvægi og krabbameini
Erfitt að þrífa: Gúmmí er með mörgum litlum holum/götum sem bakteríur og veirur geta komist í. Því er mælt gegn því að fleiri en ein manneskja noti sömu gúmmívöruna til að koma í veg fyrir smitsjúkdóma
Lykt: Gúmmívörur gefa frá sér gúmmílykt og jafnvel óákjósanlegt bragð
Skaðleg kynlífstæki?
Það getur verið freistandi að kaupa ódýrasta titrarann í búðinni, en hafa skal í huga að þá skortir oft gæði.
Mikilvægt er að vita hvað er í vörunni, þar sem skuggalega ódýr kynlífstæki eru oft á lægra verði vegna þess að ódýrari og mögulega skaðlegri efni eru notuð við framleiðslu þeirra.
Góð þumalputtaregla er að ef varan gæti týnst inn í þér, ættir þú ekki að setja það inn í þig. Undantekningin hér er kynlífstæki eins og egg, sem mega fara alla leið inn í leggöngin. Ef varan er ekki ætluð fyrir rassinn eða er ekki með mjög breiðan enda á alls ekki að setja hana inn í rassinn nema þig langi í rúnt á bráðamóttökuna.
Rannsóknir hafa sýnt að sumar gerðir af gúmmí og PVC kynlífstækjum innihalda eitruð efni (phthalates) sem lekið geta úr kynlífstækinu og í líkamann. Það getur valdið hormónaójafnvægi og brjóstakrabbameini og skaðað æxlunarfærin. Þess má geta að þessi efni eru bönnuð í barnaleikföngum í Bandaríkjunum.
Sleipiefni
Sleipefni eru oftast með vatns-, sílikon eða olíu grunni og henta sum sleipiefni betur í tiltekna hluti.
Vatnsleysanleg (water-based)
Kostir:
Virkar vel með smokkum og kynlífstækjum og hentar vel fyrir viðkvæma húð.
Skilur ekki eftir sig bletti
Gallar:
Verandi vatnsleysanlegt virkar það ekki vel með vatni, t.d. í sturtu
Getur verið klístrað
Þornar fljótt
- Sílikonleysanlegt (silicone-based)
o Kostir:
Þarft minna í einu
Endist lengi
Virkar vel með vatni
Sílikonleysanlegt (silicone-based)
Kostir:
Þarft minna í einu
Endist lengi
Virkar vel með vatni
Gallar:
Má ekki nota með sílikonkynlífsleikföngum
Gæti skilið eftir sig bletti
Aðeins erfiðara að skola af
Olíuleysanlegt (oil-based)
Kostir:
Endist lengi
Virkar vel með vatni
Gallar:
Má alls ekki nota með latex smokkum, getur leyst latexið upp
Gæti breytt áferðinni á sílikon kynlífstæki
Aðeins erfiðara að skola af
Smá um endaþarmsmök og sleipiefni
Ólíkt píkunni framleiðir endaþarmurinn ekki náttúrulegt sleipiefni. Ef stunda á endaþarmsmök er því nauðsynlegt að nota sleipiefni til að koma í veg fyrir óþarfa sársauka og svo hægt sé að njóta kynlífs og stunda það á sem öruggastan hátt. Húðin í kring um opið er mjög viðkvæm og lítið þarf til svo að litlar rispur eða sár myndist.
Það sem ætti að hafa í huga þegar kemur að sleipiefni fyrir endaþarmsmök
Flestum þykir þykkt sleipiefni betra en þunnt því þá er endaþarmurinn þakin þykkara lagi og gefur þannig aðeins meiri vörn. Sleipiefnið ætti að geta enst lengi, því endaþarmsmök taka oft lengri tíma en samfarir í leggöng, því það getur tekið lengri tíma að koma líkamshlutanum eða kynlífstækinu inn og venja endaþarminn við því, sérstaklega ef aðilarnir sem stunda það eru óvanir. Endaþarmsopið er þrengra en leggangaopið og þess vegna er einnig mikilvægt að þekja líkamshlutann eða kynlífstækið vel með sleipiefni áður en það fer inn.
Comments