SKRÁNING Í FÉLAGIÐ
Umsókn um félagsaðild
Með því að senda inn umsókn um félagsaðild í Kynís samþykkir þú skilmála fyrir félagsaðild sem má lesa hér neðar á síðunni.
SKILMÁLAR FYRIR FÉLAGSAÐILD
Með því að sækja um aðild að Kynfræðifélag Íslands, Kynís, samþykkir þú eftirfarandi skilmála og að þú munir fylgja lögum félagsins. Félagið er ætlað fagfólki með menntun á sviði heilbrigðis-, félags-, sálfræði- eða hugvísinda, auk allra sem áhuga hafa á kynfræði og framgangi þekkingar fræðigreinarinnar á Íslandi
1. Félögum ber að sýna hvert öðru gagnkvæma virðingu og haga samskiptum sínum, bæði innan og utan viðburða félagsins, á þann hátt að þau undirbyggi traust og samheldni í félagahópnum.
a. Hverslags ofbeldi verður aldrei liðið á viðburðum eða undir formerkjum Kynís og áskilur stjórn Kynís sér þann rétt til tafarlausrar uppsagnar félagsaðildar sé þessi skilmáli brotinn.
b. Sé félagsaðild einstaklings sagt upp getur hann óskað eftir skýringu á uppsögn sinni, þó er Kynís bundið trúnaði við aðra félaga Kynís.
i. Hafi félagsaðila verið sagt upp og vill sækja á ný um félagsaðild skal Stjórn Kynís skipa óháðan aðila til þess að meta umsókn viðkomandi.
2. Í samræmi við 3.gr laga Kynís, skal samþykki allra stjórnarmanna vera fyrir aðildinni.
a. Ákvörðun Kynís um félagsaðild er tilkynnt í tölvupósti. Stjórn svarar umsóknum eins fljótt og auðið er og tekur umsóknir fyrir á næsta stjórnarfundi eftir að þær berast. Millifærsla eða greiðsla kröfu skal eiga sér stað innan 5 virkra daga frá samþykki umsóknar.
b. Sé félagsgjald ekki greitt innan tímamarkana álitur stjórn Kynís að þú hefur fallið frá umsókn þinni. Þú verður fullgildur meðlimur Kynís þegar skráning hefur verið samþykkt og gjald hefur verið greitt.
c. Ef þú þarft frest til að greiða kröfuna, t.d. fram yfir mánaðarmót, láttu okkur vita. Þú ert þó ekki atkvæðisbær meðlimur á aðalfundi fyrr en þú hefur greitt gjaldið í samræmi við 7.gr laga Kynís.
3. Með skráningu í félagið samþykkir þú
a. Kynís skráir nafn þitt, fornafn, kennitölu, síma og netfang í félagaskrá sína.
i. Stjórnin ber ábyrgð á félagaskrá sem einungis er til afnota fyrir stjórn og starfsfólk félagsins og eru þeir bundnir þagnarskyldu um hana. Kynís miðlar þeim aldrei til þriðja aðila án þíns samþykkis eða í kjölfar dómsúrskurðar.
b. Kynís notar ofangreindar upplýsingar í eftirfarandi tilgangi:
i. Til að senda þér rafræna greiðsluseðla vegna árgjalds félagsins.
ii. Til að senda þér rafræn fréttabréf um allt sem er á döfinni hjá félaginu. Hægt er að afþakka rafræn fréttabréf hvenær sem er með því að haka við það í umsóknar skjalinu eða senda póst á stjorn.kynis@gmail.com.
4. Félagsaðild Kynís er ótímabundin og endurnýjast árlega komi ekki til uppsagnar.
a. Hægt er að ganga úr félaginu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á Kynís, á stjorn.kynis@gmail.com.
b. Stjórn Kynís ákveður upphæð árlegs félagsgjalds á aðalfundi og er það birt á heimasíðu Kynís í kjölfar aðalfundar.
c. Fyrir starfsárið 2024-2025 er ársgjaldið 2000 kr. Hægt er að millifæra á reikning Kynís eða fá kröfu senda.
i. Ef þú kýst að fá kröfu senda bætast við gjöld skv. verðskrá Íslandsbanka, liðir 9.1 og 9.5, árið 2023 er það samtals 135 krónur.